Cheech & Chong
(Endurbeint frá Cheech og Chong)
Cheech & Chong eru leikaradúett bandarísku gamanleikaranna Cheech Marin og Tommy Chong. Þeir nutu mikilla vinsælda á 8. og 9. áratug 20. aldar fyrir uppistand og gamanmyndir þar sem þeir koma fram sem seinheppnir hasshausar með vísun í hippamenningu 7. áratugarins. Þeir hafa gefið út ellefu hljómplötur og gert sex kvikmyndir auk þess að koma fram í aukahlutverkum. Þegar vinsældir þeirra tók að dala um miðjan 9. áratuginn slitu þeir samstarfinu. Frá 2008 hafa þeir komið fram saman með uppistand og árið 2014 tilkynntu þeir að þeir ynnu saman að nýrri kvikmynd.