Charles F. Richter

Charles Francis Richter (26. apríl 1900, Hamilton, Ohio - 20. apríl 1985, Los Angeles) var bandarískur eðlisfræðingur og jarðskjálftafræðingur.

CharlesRichter.jpg

Hann er best þekktur fyrir að hafa sett saman (ásamt Beno Gutenberg) árið 1935 kvarðann sem nefndur er eftir honum, Richter-kvarðann, sem var áður notaður til að mæla styrk jarðskjálfta.