Giacomo Casanova
(Endurbeint frá Casanova)
Giacomo Girolamo Casanova de Seingalt (2. apríl 1725 – 4. júní 1798) var feneyskur ævintýramaður og flagari. Ævisaga hans, Histoire de ma vie (Saga lífs míns) er talin vera ein af áreiðanlegustu heimildum að siðvenjum á 18. öld í Evrópu. Casanova var svo frægur kvennabósi að til dagsins í dag er nafn hans notað til þess að lýsa kvennabósa. Hann umgekkst konunga, heimspekinga, páfa og kardinála á borð við Voltaire, Goethe og Mozart. Hann eyddi lokaárum ævi sinnar sem bókavörður í kastala Waldstein greifa.