Carta marina
Carta marina (latína: Sjávarkort) er fyrsta landakortið af Norðurlöndum sem bæði sýnir nokkurn veginn eðlilega staðfræði og inniheldur staðarnöfn. Svíinn Olaus Magnus vann að kortagerðinni í Rómaborg í meira en 12 ár í sambandi við bók sína Historia de gentibus septentrionalibus (Saga norrænna þjóða). Carta marina var prentað 1539 í Feneyjum með stuttri lýsingu landanna á latínu, þýsku og ítölsku.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Carta marina.