Stinnastör
(Endurbeint frá Carex bigelowii)
Stinnastör (fræðiheiti: Carex bigelowii) er stör sem vex víða í Evrasíu og á Íslandi. Jarðstöngull stinnastarar er með bogsveigðar renglur og á þeim eru mógljáandi lágblöð. Stráið er stinnt og hart, blöðin breið og flöt (um 3-7 mm á breidd). Stinnastör er með eitt karlax og tvö eða þrjú kvenöx. Axhlífarnar eru mósvartar með ljósri miðtaug. Hulstrið er trjónulaust.
Stinnastör | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Carex bigelowii Torr. ex Schwein. | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
|
Stinnastör vex víða í þurrlendi, óræktuðum móum og mosaþembum á láglendi. Á Miðhálendinu vex hún einnig í rökum jarðvegi. Stinnastör er nokkuð lík mýrastör en þekkist á breiðari blöðum sem verpast niður við þurrkun (ólíkt blöðum mýrastarar sem verpast upp við þurrkun). Þá vex mýrastörin oft í þéttum þúfum, ólíkt stinnastörinni.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Carex bigelowii - Torr. ex Schwein“. NatureServe Explorer. NatureServe. júlí 2012. Sótt 15. desember 2012.[óvirkur tengill]
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Stinnastör.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Carex bigelowii.