Canaiolo
Canaiolo er rauð vínþrúga upprunnin á Ítalíu. Hún er algeng um alla Mið-Ítalíu en þekktust í vínum frá Toskana þar sem það er ein af þeim þrúgum sem er notað í Chianti-vín ásamt sangiovese og hvítu þrúgunum trebbiano og malvasíu. Talið er að á 18. öld hafi canaiolo verið meginþrúgan í Chianti-víni fremur en sangiovese sem er aðalþrúga þess í dag. Vinsældir hennar stafa meðal annars af því að hægt er að þurrka hana að hluta án hættu á myglu og bæta þannig í gerjunartankinn á síðari stigum gerjunar til að lengja hana og gera vínið stöðugra. Þrúgan colorino hefur þessa sömu eiginleika en hefur ekki sömu mýkjandi áhrifin á sangiovese, sem er meginástæðan fyrir því að canaiolo er blandað við sangiovese í Chianti-víni.