Hófsóley

(Endurbeint frá Caltha palustris)

Hófsóley eða lækjasóley (fræðiheiti: Caltha palustris eða Trollius paluster) er fjölær jurt með hóflaga blöðkum og gulum blómum sem vex á norðurhveli jarðar. Engin bikarblöð eru á blómum. Nokkrar frævur verða að belghýðum sem hver hefur nokkur fræ. Hún vex í rökum jarðvegi og myndar þéttar þúfur. Hófsóley inniheldur eiturefni svo dýr forðast að éta hana. Hún vex víða í görðum og er þá jafnan álitin illgresi. Önnur nöfn hennar eru hófgresi, hófblaðka, dýjasóley, lækjasóley og kúablóm.

Caltha palustris

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Sóleyjabálkur (Ranunculales)
Ætt: Sóleyjaætt (Ranunculaceae)
Ættkvísl: Caltha
Tegund:
Hófsóley

Tvínefni
Caltha palustris
L.

Útbreiðsla á Íslandi

breyta
 
Hofsóley er stundum ræktuð til skrauts í görðum. Myndin er af afbrigði af hófsóley með fylltum blómum í Grasagarði Reykjavíkur í maí 2008
 
Caltha palustris

Hófsóley er algeng á láglendi á Íslandi og vex í mýrum, vatnsfarvegum, keldum og meðfram lygnum lækjum. Hófsóley finnst stundum í 300 til 400 metra hæð inni á heiðum og vex jafnvel enn hærra þar sem jarðhiti er eins til dæmis í 600 metra hæð á Hveravöllum og í Landmannalaugum.

Notagildi

breyta

Blóm hófsóleyjar eru æt og þau er einnig hægt að nota til að lita klæði. Hún er notuð í grasalækningum, m.a. til að losa slím, lina verki og lina krampa.

Til forna töldu sumir að rétti tíminn til að hefja heyskap væri þegar hófsóley felldi blöðin.

Ítarefni

breyta

Tilvísanir

breyta
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.