Skyndiminni

(Endurbeint frá Cache)

Skyndiminni (flýtiminni eða biðminni) er mjög hraðvirkt tölvuminni, yfirleitt mjög takmarkað að stærð. Skyndiminni inniheldur samansafn af gögnum sem hafa verið afrituð frá einhverjum öðrum stað inn í skyndiminnið til þess að geta nálgast þau á hraðvirkan hátt. Hlutir sem nýta sér skyndiminni eru t.d. örgjörvar, harðir diskar og vafrar.

Þar sem að oft þarf að nálgast sömu gögnin á stuttu tímabili þá er hentugt að lesa þau inn í skyndiminni þar sem að miklu fljótlegra er að leita að þeim þar heldur en að leita í vinnsluminni eða lesa þau af diski.

Reiknirit fyrir skyndiminni

breyta

Þar sem að skyndiminni eru oftast mjög takmörkuð að stærð þá þarf stöðugt að vera henda hlutum úr skyndiminninu til að losa pláss fyrir nýja hluti. Það eru til nokkur reiknirit til að reikna út hvaða hlutum á að henda úr minninu. Þar sem að þessi reiknirit virka eftir mjög mismunandi forsendum þá henta þau að sama skapi við mismunandi aðstæður. Þar sem eitt ritið virkar vel getur annað virkað mjög illa og valdið því að röngum hlutum sé hent úr minni þannig að það þurfi að lesa inn í minnið við hverja aðgerð.

LRU (Least Recently Used) reikniritið byggir á því að henda úr skyndiminninu því sem var notað fyrir sem lengstum tíma síðan. Hugmyndin á bakvið þetta reiknirit er sú að sá hlutur í minni sem er lengst síðan var notaður, er líklega úreltur eða langt þangað til þarf að nota hann aftur.

MRU (Most Recently Used) reikniritið hagar sér öfugt við LRU, þar sem það hendir úr skyndiminninu því sem var notað fyrir sem skemmstum tíma. Hugmyndin við þetta reiknirit er að fyrst að nýbúið er að nota hlutinn þá væntanlega þarf ekki að nota hann strax aftur.

Belady's Min

breyta

Þetta reiknirit byggir á því að henda því úr skyndiminninu sem er lengst þar til verður notað aftur. Þetta er skilvirkasta reiknirit sem til er fyrir skyndiminni, en þar sem að það er ómögulegt að segja til um hvenær nákvæmlega þarf að nota hluti aftur, þá er þetta reiknirit eingöngu notað til að mæla afköst annarra reiknirita.

ARC (Adaptive Replacement Cache) reikniritið er endurbætt útgáfa af LRU þar sem að það reiknar bæði útfrá hvenær hlutir í skyndiminni voru notaðir síðast og tekur einnig tillit til þess hve oft þeir hafa verið notaðir.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta