Byr sparisjóður var íslenskur sparisjóður sem varð til við samruna Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar árið 2006 en í mars 2007 var Byr kynnt sem nafn á hinum nýja sameinaða sparisjóði. Haustið 2007 sameinaðist Byr sparisjóður Sparisjóði Kópavogs. Í desember sama ár rann Sparisjóður Norðlendinga inn í Byr.

Fyrsta ákæra sérstaks saksóknara var á hendur Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóri MP banka, Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformann Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparissjóðsstjóra Byrs fyrir umboðssvik og, í tilviki Styrmis, peningaþvætti vegna Exeter-málsins svonefnda.[1] Það mál snýst um eins milljarðs króna lán sem Byr veitti félaginu Exeter Holding í tveimur hlutum haustið 2008 án nokkurra trygginga og olli sparisjóðnum miklu fjárhagslegu tjóni.

Tilvísanir

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.