Byr sparisjóður
Byr sparisjóður var íslenskur sparisjóður sem varð til við samruna Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar árið 2006 en í mars 2007 var Byr kynnt sem nafn á hinum nýja sameinaða sparisjóði. Haustið 2007 sameinaðist Byr sparisjóður Sparisjóði Kópavogs. Í desember sama ár rann Sparisjóður Norðlendinga inn í Byr.
Fyrsta ákæra sérstaks saksóknara var á hendur Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóri MP banka, Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformann Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparissjóðsstjóra Byrs fyrir umboðssvik og, í tilviki Styrmis, peningaþvætti vegna Exeter-málsins svonefnda.[1] Það mál snýst um eins milljarðs króna lán sem Byr veitti félaginu Exeter Holding í tveimur hlutum haustið 2008 án nokkurra trygginga og olli sparisjóðnum miklu fjárhagslegu tjóni.