Dýrlega byltingin

(Endurbeint frá Byltingin 1688)

Dýrlega byltingin, eða Byltingin 1688, var bylting á Bretlandseyjum er Jakobi 2. konungi Englands var steypt úr stóli af þingssinnum og Vilhjálmi 3. af Óraníu sem var tekinn til konungs og varð Vilhjálmur III. Byltingin er einnig nefnd Blóðlausa byltingin en það er gert í óþökk Íra og Skota þar sem harðir bardagar voru háðir. Jafnvel að þeim undanskildum er Blóðlausa byltingin ekki réttnefni því sumstaðar var barist í Englandi. Hugtakið Dýrlega byltingin bar fyrst á góma hjá þingmanninum John Hamden haustið 1689 og er núna víðast haft sem heiti byltingarinnar.

Vilhjálmur III varð konungur Englands í kjölfar dýrlegu byltingarinnar.

Byltinguna má gjörla tengja við Níu ára stríðið sem geysaði á meginlandi Evrópu og segja má að þetta hafi verið síðasta heppnaða innrásin í England. Færa má rök fyrir því að byltingin hafi markað þau tímamót í sögu Bretlands að nútímalegt þingbundið lýðræði hafi hafist þar í landi því að frá og með byltingunni tapaði konungurinn einveldi sínu. Sömuleiðis voru ýmis borgaraleg réttindi tryggð með lagasetningu (e. English Bill of Rights 1689). Með því að víkja Jakobi 2. frá valdastóli var komið í veg fyrir að kaþólska næði að festa sig í sessi á ný í Bretlandi.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta