Buttercup

íslensk hljómsveit (1996 - 2006)

Buttercup var íslensk hljómsveit stofnuð í litlum bílskúr í Gyðufellinu í Reykjavík árið 1996. Hljómsveitin var þekkt fyrir að spila á sveitaböllum og tónleikum víða um land. Buttercup gaf út sex breiðskífur á árunum 1998 til 2006.

Hljómsveitarmeðlimir

breyta

Stofnmeðlimir Buttercup voru Valur Heiðar Sævarsson, Símon Jakobsson, Davíð Þór Hlinason og Heiðar Kristinsson. Árið 1999 gekk Íris Kristinsdóttir söngkona til liðs við hljómsveitina, en hún hafði áður verið söngkona Írafár. Þessi breyting vakti mikla athygli og var m.a. fyrsta frétt í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins eitt kvöldið, þar sem hún var sögð „stærstu félagaskipti í íslensku poppi á árinu“[1]. Valur og Íris voru saman á þessum tíma en hættu sambandi sínu árið 2001, og í kjölfarið yfirgaf Íris sveitina. Í hennar stað gekk Rakel Sif Sigurðardóttir söngkona til liðs við hljómsveitina. Egill Rafnsson tók að sér trommuleik frá 2000 til 2001 þegar Heiðar Kristinsson hætti tímabundið í hljómsveitinni.

Útgefið efni

breyta

Breiðskífur

breyta

Aðrar safnplötur

breyta

Lesefni

breyta

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta
  1. https://www.visir.is/g/20161378846d/farid-yfir-magnadan-feril-buttercup-syndu-mikid-hugrekki-ad-setja-.is-fyrir-aftan-nafn-plotunnar
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.