Bury
Bury er enskur bær á stórborgarsvæði Manchester og liggur við ána Irwell. Bury er um 12 km norðvestur af Manchester. Tæp 80.000 búa í Bury (2015) en nær 190.000 á svæðinu Metropolitan Borough of Bury (2011).
Bury þýðir það sama og virki eða kastali samanber borg á íslensku og burg á þýsku.
Bury F.C. knattspyrnulið bæjarins spilaði síðast í League One en liðið varð gjaldþrota árið 2019.
Þekktar persónur frá Bury
breyta- Sir Robert Peel, fyrrum forsætisráðherra Englands.
- Cherie Blair, kona Tony Blair fyrrum forsætisráðherra.
- Kieran Trippier, knattspyrnumaður.
- Gary Neville og Phil Neville, knattspyrnumenn og bræður.
- Ian Wallace, trommari sem spilað hefur með King Crimson og Bob Dylan meðal annarra.
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Bury, Greater Manchester“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 14. nóv. 2019.