Brotahöfuð
Brotahöfuð er skáldsaga eftir Þórarin Eldjárn. Í henni er rakin saga Guðmundar Andréssonar, lærdómsmanns og samviskufanga á 17. öld. Guðmundur er þekktastur fyrir að hafa dottið út um glugga á Bláturni, einu rammgerðasta fangelsi Dana, og lent á hallarþaki konungs. Brotahöfuð líkist sjálfsævisögum í byggingu en saga Guðmundar eins og hún er rakin í Brotahöfði á sér einnig samsvörun í ævisögu séra Jóns Steingrímssonar eldklerks.