Broddskita
Broddskita er væg mjólkursótt í unglambi sem veldur skitu sem er gul á litin og af henni leggur mikinn óþef. Hér áður fyrr olli hún töluverðum lambadauða, enda var hætt við að greri fyrir þar er skitan tærði oft endaþarmsopið og sárin greru saman. Kallast slík lamb belgskitið því skitan hleðst í belg aftan á lambinu.