Broddmjólk eða broddur (latína: colostrum) er sú mjólk sem framleidd er í mjólkurkirtlum spendýra seint á meðgöngu og nokkrum dögum fyrir fæðingu. Broddmjólkin inniheldur mörg lífsnauðsynleg efni sem hjálpa afkvæminu að þroskast og verjast sjúkdómum. Úr broddmjólk kúa eru búnir til ábrystir.