Broddflétta (fræðiheiti: Actinidia arguta) er fjölær klifurrunni ættaður frá Japan, Kóreu, Norður-Kína, og austast í Rússlandi.[1][2]

Broddflétta

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Lyngbálkur (Ericales)
Ætt: Actinidiaceae
Ættkvísl: Actinidia
Tegund:
A. arguta

Tvínefni
Actinidia arguta
(Siebold & Zucc.) Planch. ex Miq.

Lýsing

breyta

Berin líkjast kívíávöxtum og eru svipuð á bragðið, en eru græn, brún, eða purpuralit með sléttri húð, stundum með roðabletti. Oft sætari en kíví, og er hægt að borða í heilu lagi og án þes að flysja.

Saga og flokkunarfræði

breyta

Actinidia arguta var fyrst lýst af Philipp Franz von Siebold og Joseph Gerhard Zuccarini 1843 sem Trochostigma argutum.[3] Hún var svo flutt í ættkvíslina Actinidia 1867 af Friedrich Anton Wilhelm Miquel.[4]

Afbrigði

Tegundin samanstendur af þremur afbrigðum:[4]

Actinidia arguta var. giraldii var upphaflega lýst af Ludwig Diels 1905 sem sjálfstæðri tegund (Actinidia giraldii),[5] en lýst sem afbrigði (A. arguta) 1972 af Vladimir Nikolaevich Voroschilov.[6] A. arguta var. hypoleuca var upphaflega lýst sem tegund (Actinidia hypoleuca) af Takenoshin Nakai 1904,[7] en lýst sem afbrigði (A. arguta) 1980 af Siro Kitamura.[8]

Yrki

Meðal algengustu yrkja eru 'Ananasnaya', 'Geneva', 'MSU', 'Weiki', 'Jumbo Verde', og 'Rogow'. Japanska yrkið 'Issai' er sjálffrjóvgandi blendingur (A. arguta × A. rufa).

Ræktun

breyta
 
Ræktað á grind

Þessi hraðvaxandi tegund er mjög frostþolin, og þolir (með hægri breytingu) niður að -34 °C, en ungir sprotar geta verið viðkvæmir fyrir vorfrostum.[9] Hún þarf 150 daga frostlaust vaxtartímabil, en verður ekki fyrir skemmdum af haustfrostum ef kælingin er smám saman.[2] Renglurnar geta vaxið 6m á ári við bestu skilyrði.[10] Blómgun er yfirleitt síðla vors og byrjar á þriðja ári.[11] Tilraunir til að rækta hana í stórum stíl hafa ekki gengið vegna stuttrar endingar berjanna og ójafns þroska.[10]

Til matar

breyta
Broddfléttuber, fersk, hrá
Næringargildi í hverjum 100 g (3,5 únsur)
Orka 80 kkal   320 kJ
Kolvetni     18 g
- Þar af sykrur 7.6 g
- Trefjar  3 g  
Fita0.6 g
Prótein 1.2 g
C-vítamín  93 mg155%
Kalíum  288 mg  6%
Natríum  6 mg0%
Percentages are relative to US
recommendations for adults.
Heimild : NZ KiwiBerry Growers Inc.
Næringargildi

Berin er hægt að borða hrá eða í sultu.

Kórea

breyta

Í kóreskri matreiðslu er broddflétta þekkt sem darae (다래). Ung blöð, kölluð darae-sun, eru oft borðuð sem „namul“ grænmeti.[12]

Rússland

breyta

Austast í Rússlandi er hún þekkt sem kishmish (orðið hefur aðra merkingu í öðrum hlutum Rússlands). Þetta er vinsæll ávöxtur á uppskerutíma, yfirleitt seldur á bændamörkuðum.

Tilvísanir

breyta
  1. Li, Jianqiang; Li, Xinwei; Soejarto, D. Doel. "Actinidia arguta". Geymt 27 júlí 2020 í Wayback Machine Flora of China. via eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
  2. 2,0 2,1 Hardy Kiwifruit Geymt 10 apríl 2011 í Wayback Machine Fruit Facts. 1996, California Rare Fruit Growers, Inc.
  3. https://npgsweb.ars-grin.gov/gringlobal/taxonomydetail.aspx?40670 "Trochostigma argutum Siebold & Zucc".] Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Retrieved 26 March 2010.
  4. 4,0 4,1 "Actinidia arguta (Siebold & Zucc.) Planch. ex Miq". Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Retrieved 26 March 2010.
  5. "Actinidia giraldii Diels". Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Retrieved 26 March 2010.
  6. "Actinidia arguta (Siebold & Zucc.) Planch. ex Miq. var. giraldii (Diels) Vorosch". Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Retrieved 26 March 2010.
  7. "Actinidia hypoleuca Nakai". Geymt 30 maí 2020 í Wayback Machine Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Retrieved 26 March 2010.
  8. "Actinidia arguta (Siebold & Zucc.) Planch. ex Miq. var. hypoleuca (Nakai) Kitam". Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Retrieved 26 March 2010.
  9. Hardy Kiwi Hardy Kiwi. Dec. 16, 2008, Penn State College of Agricultural Sciences.
  10. 10,0 10,1 Hardy Kiwi Nan Sterman, National Gardening Association.
  11. Kiwifruit and Hardy Kiwi Kiwifruit and Hardy Kiwi HYG-1426-93. John Strang & Richard C. Funt, Ohio State University.
  12. Kwon, Daeik. „Saenggimsae biseutan bomnamul sigyong – dokcho chakgak swiwo“. Hankook Ilbo (kóreska). Sótt 27. desember 2017.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.