Brevis commentarius de Islandia

Brevis commentarius de Islandia (latína „Stutt greinargerð um Ísland“[1] eða „Stutt skýringarit um Ísland“[2]) er ádeilurit eftir Arngrím Jónsson var fyrst gefin út árið 1593 á latínu í Kaupmannahöfn.[1]

SagaBreyta

Guðbrandi Þorlákssyni líkaði illa við hina neikvæðu ímynd Íslands í útlöndum, og því fékk hann frænda sinn Arngrím til að rita verkið, en tilgangur þess var að verja Ísland gegn ranghugmyndum og gróusögum. [3]

Brot úr upphafi bókar:

Á latínu:

Breuis Commentarius de Islandia: quo Scriptorum de hac Insula errores deteguntur, & extraneorum quorundam conuitijs, ac calumnijs, quibus Islandis liberiùs insultare solent, occurritur: per Arngrimum Ionam Islandum.

Á íslensku:

Stutt greinargerð um Ísland: þar sem flett verður ofan af þeim villum sem ritaðar hafa verið í garð Íslands og sá rógburður og átölur sem hafðar hafa verið gegn Íslendingum hraktar: ritað af Arngrími Jónssyni.

ÚtgáfaBreyta

  • Arngrímur Jónsson: Brevis Commentarius de Islandia / Stutt greinargerð um Ísland, Reykjavík: Sögufélag 2008, 331 s. Einar Sigmarsson annaðist útgáfuna og ritaði formála. — Bráðabirgðaútgáfa kom út 1993.

TenglarBreyta

HeimildirBreyta

  1. 1,0 1,1 Umfjöllun um „Brevis Commentarius de Islandia á vef Sögufélagsins
  2. Dyggðir Íslendinga[óvirkur hlekkur] á heimasíðu Listasafnsins á Akureyri
  3. Handritasöfnun á Handritunum heima