Brest (Hvíta-Rússlandi)

Hvíta-Rússlandi
(Endurbeint frá Brest-Litovsk)

Brest er borg í Hvíta-Rússlandi við landamærin Póllands með um 350.000 íbúa (2019). Hún er höfuðstaður samnefnds héraðs. Borgin var hluti af konungsdæmi Póllands frá 1020 til 1319, svo Stórfurstadæminu Litháen og varð hluti af Pólsk-litháíska samveldinu árið 1569. Undir stjórn Rússlands hét borgin Brest-Litovsk en það var frá lok 19. aldar fram á 20. öld.

Brest.

Brest-Litovsk-samningurinn í fyrri heimsstyrjöldinni var undirritaður þar.