Brennisteinsalda
Brennisteinsalda er eldfjall á Suður-Íslandi. Hæð fjallsins er 855 metrar. Það er nálægt Landmannalaugum og ekki langt frá Heklu.
Brennisteinsalda | |
---|---|
Hæð | 881 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Rangárþing ytra |
Hnit | 63°58′51″N 19°08′45″V / 63.98083°N 19.14583°V |
breyta upplýsingum |
Brennisteinsalda er afar litskrúðugt fjall, brennisteinn litar hlíðarnar en einnig er fjallið grænt af mosa, hraun og aska lita það svart og blátt og rautt litbrigði koma vegna járns í jarðvegi. Gönguleiðin Laugavegurinn liggur upp með fjallinu. Fyrir framan fjallið er hrafntinnuhraunið Laugahraun en gossprunga þess klýfur Brennisteinsöldu.