Breiðabólsstaðarkirkja (Vesturhópi)

Breiðabólsstaðarkirkja (Vesturhópi)
Breiðabólsstaðarkirkja (Vesturhópi)
Breiðabólsstaður (17. júní 2007) Jóna Þórunn Ragnarsdóttir
Almennt
Prestakall:  Breiðabólsstaðarprestakall
Byggingarár:  1893
Arkitektúr
Efni:  Timbur
Kirkjurýmið
Altari: Altaristafla frá 1920

Breiðabólsstaðarkirkja er kirkjaBreiðabólsstað í Vesturhópi. Núverandi kirkja þar var reist árið 1893 úr timbri. Í henni er altaristafla eftir Anker Lund frá árinu 1920 en hún sýnir Jesú blessa börnin.

Um 1100 bjó á Breiðabólsstað Hafliði Másson sem sá um að íslensk landslög yrðu færð í letur árið 1117. Um hann var reistur minnisvarði árið 1974 af Lögmannafélagi Íslands. Þá var þar starfrækt prentsmiðja frá 1535 til 1572. Það var Jón Arason Hólabiskup sem lét flytja prentsmiðjuna inn. Með henni kom séra Jón Matthíasson (d. 1567) og fékk hann Breiðabólsstað árið 1535. Vitað er um 3 bækur sem prentaðar voru á staðnum en ein þeirra er með öllu glötuð.

TenglarBreyta