Bradford-kvarðinn eða Bradford formúla er aðferð notuð í mannauðsstjórnun í þeim tilgangi að mæla fjarveru starfsmanna. Kenningin er sú að endurtekin, stutt og ófyrirséð fjarvera sé meira truflandi en löng samfelld fjarvera. Samkvæmt samtökunum Chartered Institute of Personnel and Development var hugtakið fyrst búið til vegna meintra tengsla þess við rannsóknir sem viðskiptadeild Háskólans í Bradford hóf á níunda áratugnum. Samkvæmt Financial Times má rekja tilurð hugtaksins til sögusagna af yfirmönnum ónefnds lyfjafyrirtækis hvers stjórnendur sóttu námskeið í Bradford Management School.[1] Bradford-háskóli hefur ekki staðfest að Bradford-kvarðinn hafi verið fundinn upp þar.[1][2]

Útreikningur

breyta

Bradford-kvarðinn er reiknaður út eins og hér segir:

 

þar sem:

  • S er heildarfjöldi fjarvista (tilvik) einstaklings á ákveðnu tímabili
  • D er heildarfjöldi fjarverudaga einstaklingsins á sama tímabili[3]

Tímabilið er að jafnaði 52 vikur.

Sem dæmi er hægt að reikna ólík tilvik 10 daga fjarveru svona:

  • 1 tilvik fjarveru sem varir í tíu daga (1 × 1 × 10) = 10 stig
  • 2 tilvik fjarveru, fimm dagar hvort (2 × 2 × 10) = 40 stig
  • 5 tilvik fjarveru, tveir dagar hvert (5 × 5 × 10) = 250 stig
  • 10 tilvik fjarveru, einn dagur hvert (10 × 10 × 10) = 1000 stig

Til samanburðar er eitt tilvik fjarveru sem varir í eitt starfsár um 240 stig (1 × 1 × 240).

Í maí 2001 hóf Fangelsismálastofnun Bretlands að nota Bradford kvarðann til að bera kennsl á starfsfólk með miklar veikindafjarvistir.[4] Bradford formúlan er þá notuð til að reikna út svokallaðan "mætingarstuðul".[5]

Takmarkanir

breyta

Kvarðinn var upphaflega hannaður til notkunar sem hluti af rannsóknum á fjarveru sem könnuð er í breiðara samhengi. Það er hins vegar talið skammsýnt og ólíklegt til að skila árangri ef kvarðinn er nýttur sem meginhluti af einfaldri nálgun til að takast á við fjarvistir, eða með því að setja óraunhæf viðmið. Getur það m.a. leitt til óánægju og vanlíðunar starfsmanna. [6]

Þar að auki tekur kvarðinn ekki tillit til sjúkdóma sem geta leitt til skammtímafjarveru, svo sem flogaveiki og astma, eða alvarlegri sjúkdóma eins og krabbameina þar sem viðkomandi snýr yfirleitt til baka að loknu bataferli. [2] Á sama hátt gerir hann ekki ráð fyrir sjálfsónæmissjúkdómum, þar sem tilvik geta verið ófyrirsjáanleg. Notkun Bradford-kvarðans vekur oft upp heitar umræður.[7]

Breska verkalýðsfélagið Unison hefur haldið því fram að Bradford-kvarðinn geti hvatt til til svokallaðs presentee-isma, þar sem starfsmenn óttast afleiðingar fjarveru, og mæta þ.a.l. veikir til vinnu sem eykur líkurnar á vinnustaðafaraldri þar sem smit breiðast út meðal starfsmanna.[8]

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 O'Connor, Sarah (14. desember 2020). „Punitive sick leave rules make us all pay“. FT.com. Sótt 12. júlí 2021.
  2. 2,0 2,1 Stroud, Sam (23. júní 2021). „The Secretive Formula Used by Bosses to Punish Workers for Being Sick“. Tribune. Sótt 12. júlí 2021.
  3. "Absence measurement and management 27 April 2021" Geymt 21 apríl 2021 í Wayback Machine Retrieved 3 March 2022
  4. Duffy, Jonathan (2. maí 2001). „Ill Wind Blowing for the Sickie“. BBC News. Sótt 5. maí 2007.
  5. Cabinet Office (2004). „Managing Sickness Absence in the Public Sector“ (PDF). UK government. bls. 20. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 7. janúar 2023. Sótt 7. maí 2007.
  6. Lindsay, Kali (5. október 2017). „What is the Bradford Factor and can you be sacked for being off sick too much?“. ChronicleLive (enska). Sótt 17. desember 2020.
  7. See The Bradford Factor: Are Bradford Scores the best way of calculating sickness absence rates? Occupational Health at Work, 2006 2(5) p28-29
  8. „Sickness Absence: the Bradford Factor“ (PDF). Unison (trade union). Sótt 12. júlí 2021.

Áhugaverðar greinar

breyta