Brúnjárnsteinn (eða Límonít) er málmsteinn og vísar nafnið til mýrarrauða.

Brúnjárnsteinn (Límonít)

Lýsing

breyta

Dökkbrúnn eða gulbrúnn, oft rauðleitur á litinn. Er ógegnsær og gljáalaus eða með daufan málmgljáa. Tilheyrir blendingshópi náttúrulegra járnhýdroxíða.

  • Efnasamsetning: FeOOH•nH2O
  • Kristalgerð: nær myndlaus (amorf)
  • Harka: 4-5½
  • Eðlisþyngd: 2,7-4,3
  • Kleyfni: ekki greinileg

Útbreiðsla

breyta

Myndast við oxun steinda sem innihalda járn, þar á meðal magnetíts sem finnst í basalti.

Afbrigði af brúnjárnsteini er mýrarrauði sem myndast þegar jarðvegssýrur leysa járn úr bergi. Það flyst með vatninu og fellur síðan út við afsýringu. Járninnihald mýrarrauða getur verið allt að 65%. Áður fyrr var hann notaður í járnvinnslu.

Heimild

breyta
  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2