Botn í rúmfræðilegri merkingu er neðsti flötur tiltekins hlutar, eða svæðis, afmarkaður af fjórum hliðum sem veita hlutnum eða svæðinu vídd og/eða dýft. Botnar geta verið misbreiðir en eiga það þó allir sameiginlegt að vera aldrei hærri en hliðar hans í þrívídd. Til einföldunar má segja að botn sé eðli málsins samkvæmt neðsti hluti þess rúms sem hann afmarkar að neðanverðu.

Dæmi um botn sem er ofan í þessum kassa

Þó ræðst skilgreining á botni ávalt á áhorfanda eða athuganda botnins og eru því botnar huglægir en ekki hlutlægir. Sé tekið dæmi er botn kassa botn að því gefnu að op kassans snúi upp, sé kassanum snúið á hvolf hættir botninn að vera botn of verður toppur þess kassa. Að auki getur botn breytt um dýft en þó enn talist vera sami botninn. Þetta á við þegar um er að ræða holu sem er mokuð en sé mokað úr botninum eykst dýft botnins í samræmi við það afl og stærð þeirrar skóflu sem notuð er við mogsturinn.

Frumspekileg skilgreining á botni er þó ávalt sú hin sama í rúmfræðilegum skilningi þó hinn áþreyfanlegi botn ráðist af aðstæðum óháðum eðli hans.