Borðaklipping er athöfn sem oft er haldin þegar opnað er fyrir aðgang almennings að einhverju mannvirki. Þá er borði strengdur fyrir inngang byggingarinnar, yfir veginn eða brúna sem á að opna og síðan klipptur með viðhöfn. Oft eru það þekktar persónur, stjórnmálamenn sem klippa á borðann, einkum ef um er að ræða opinbert mannvirki. Skærin og hluti borðans eru oft varðveitt eftir athöfnina og stillt út til sýnis.

Forsetafrú Bandaríkjanna Laura Bush og fótboltakappinn Brett Favre klippa á borða við enduropnun leikvallar sem hafði eyðilagst í fellibylnum Katrínu 2005.

Tengt efni

breyta