Boogaloo hreyfingin
Boogaloo hreyfingin (e: Boogaloo movement, Boogaloo Bois) er vopnuð hreyfing í Bandaríkjunum sem aðhyllist róttæka hægristefnu, er andsnúin ríkisvaldi og reglum um skotvopnaeign. Meðlimir hreyfingarinnar segjast vera að undirbúa sig undir Annað Borgarastríð, sem þeir kalla the boogaloo. Félagar í samtökunum hafa sumir tengsl við hvíta þjóðernishyggju og nýnasisma. Meðlimir Boogaloo hreyfingarinnar ganga oft vopnaburð hálf sjálfvirkum rifflum á almannafæri, klæddir í herklæðanað og vesti yfir Hawaii-skyrtur.[1]
Boogaloo Bois vilja fjötralaus byssuréttindi og mótmæla eiginlega öllum hugmyndum varðandi herta byssulöggjöf. Vopnaburður er lykilatriði hjá Boogaloo Bois og vilja alls ekki missa nein réttindi til að bera byssur, þeir vilja enga fjötra í þeim málum.[2]
Saga
breytaBoogaloo hreyfingin er hluti hreyfingar vopnaðra hægrisinnaðra hópa sem eru kallaðar militia-hreyfingin (e: Militia movement). Militia-hreyfingin á sér langa sögu, en hún blómstraði á tíunda áratug 20. aldar í kjölfar árása alríkislögreglunnar á Ruby Ridge í Idaho 1992, og Waco, Texas 1993. Félagar militiahreyfingarinnar hafa barist gegn hertum reglum um skotvopnaeign og vopnaburð á almannafæri. Vopnaðar hreyfingingar héldu sig þó að mestu til hlés opinberlega þar til á síðustu árum þegar félagar þeirra hafa í vaxandi mæli mætt á mótmæli þungvopnaðir og í einkennisklæðnaði. Ein þessara hreyfinga er Boogaloo hreyfingin.
Boogaloo hreyfingin kom fyrst fram 2012, en kom fyrst fram á sjónarsviðið 2019. Hreyfingin vakti mikla athygli í tengslum við mótmæli Black Lives Matter gegn lögregluofbeldi í kjölfar morðins á George Floyd.
Þó sumir meðlimir hreyfingarinnar hafi sagst standa með Black Live Matter hreyfingunni í baráttunni gegn lögregluofbeldi eða væru aðeins mættir til að halda uppi röð og reglu og vernda verslanir og fyrirtæki fyrir skemmdarvörgum voru aðrir sem vildu nota mótmælin til að koma af stað kynþáttastríði. Meðlimir hreyfingarinnar nýttu mótmælin til að ráðast á löggæslu og ögra yfirvaldinu.
Morð og lögbrot sem tengjast Boogaloo hreyfingunni
breytaSíðan 2019 hafa allavega 31 meðlimir Boogaloo hreyfingarinnar verið handteknir og 5 dauðsföll hafa verið tengd við hreyfinguna. Ástæða handöku hjá meðlimum og sakarefni hafa verið vegna hlutdeildar í morðum, samsæri vegna skemmda ýmist vegna íkveikju og sprengjum, vopnaburð með óskráðum vopnum sem þeir voru ekki með leyfi til að bera. Ásamt því að hefja óreiðir, óspektir og bera fíkniefni.[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ „CWBR Statement on National Protests“. Civil War Book Review. 22 (2). 1. janúar 2020. doi:10.31390/cwbr.22.2.02. ISSN 1528-6592.
- ↑ Kottler, Jeffrey A.; Balkin, Richard S. (23. apríl 2020), „What We Know, What We Think We Know, and What We Really Don't Know Much at All“, Myths, Misconceptions, and Invalid Assumptions About Counseling and Psychotherapy, Oxford University Press, bls. 7–21, doi:10.1093/oso/9780190090692.003.0002, ISBN 978-0-19-009069-2
- ↑ „Thomas Kennedy“, By Broad Potomac's Shore, University of Virginia Press, bls. 34–37, 6. október 2020, doi:10.2307/j.ctv17mrtx3.8, ISBN 978-0-8139-4476-0