Bolungarvíkurgöng

veggöng á Vestfjörðum

Bolungarvíkurgöng (líka kölluð Óshlíðargöng) eru 5,4 km löng jarðgöng á Vestfjörðum sem tengja saman Bolungarvík og Hnífsdal. Göngin sem voru opnuð almenningi 25. september 2010 leystu af Óshlíðarveg, en sá vegur var einn sá hættulegasti á Íslandi vegna grjóthruns og snjóflóða.[1] Göngin voru nefnd Óshlíðargöng á meðan framkvæmdum stóð,[2] og eru almennt kölluð svo af heimamönnum.[3]

Tilvísanir breyta

  1. „Bolungarvíkurgöng opnuð í dag“. Rúv [á vefnum]. 25. september 2010, [skoðað 27. september 2010].
  2. Vandræðagangur með nafngift, DV, 20. september 2010, bls. 8
  3. „Vilja að göngin heiti áfram Óshliðargöng; grein í Skutli 2008“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 3. október 2010.