Bogfrymlasótt
Bogfrymlasótt (fræðiheiti Toxoplasmosis) er sjúkdómur sem stafar af frumdýrinu bogfrymli sem er sníkjudýr í meltingarvegi katta. Smit berst í fólk aðallega gegnum neyslu á hráu eða lítið hituðu kjöti en getur einnig borist með grænmeti, ávöxtum og vatni sem er mengað af eggjum bogfrymils. Einnig geta egg bogfrymils borist í fólk úr kattasaur eða jarðvegi. Sýking veldur oftast vægum einkennum. Smit er oftast greint með mótefnamælingu en stundum er hægt að sjá blöðrur í lituðum vefjasýnum.
Kettir eru einu þekktu endahýslar bogfrymils. Egg bogfrymils berast með kattarsaur í jarðvegi, vatni og á plöntum í í millihýsla í náttúrunni eins og nagdýr og fugla. Smit getur borist í sauðfé og kýr og önnur stærri dýr gegnum saurmengað hey og fóður. Smit getur borist á milli millihýsla. Þegar egg eru komin í millihýsil þá umbreytast eggin og mynda blöðrur í tauga- og vöðvavef millihýslanna. Smit berst í ketti þegar þeir éta sýktan millihýsil.
Heimildir
breyta- Bogfrymlasótt er hún áhættusöm fyrir vanfærar konur?
- Algengi IgG mótefna gegn Toxoplasma gondii, Helicobacter pylori og lifrarbólguveiru A á Íslandi. Tengsl við ofnæmi og lungnaeinkenni, Læknablaðið 2006, 92
- Bogfrymlasótt (upplýsingablað hjá Matvælastofnun) Geymt 5 mars 2016 í Wayback Machine
- Meðfædd bogfrymlasótt : tvö nýgreind sjúkratilfelli, Læknablaðið 1992, 78 Geymt 4 apríl 2016 í Wayback Machine
- Så tar sig vanlig "kattsmitta" in i hjärnan Geymt 21 febrúar 2015 í Wayback Machine. Karolinska Institutet.