Bogfrymlasótt (fræðiheiti Toxoplasmosis) er sjúkdómur sem stafar af frumdýrinu bogfrymli sem er sníkjudýr í meltingarvegi katta. Smit berst í fólk aðallega gegnum neyslu á hráu eða lítið hituðu kjöti en getur einnig borist með grænmeti, ávöxtum og vatni sem er mengað af eggjum bogfrymils. Einnig geta egg bogfrymils borist í fólk úr kattasaur eða jarðvegi. Sýking veldur oftast vægum einkennum. Smit er oftast greint með mótefnamælingu en stundum er hægt að sjá blöðrur í lituðum vefjasýnum.

Lífsferill sníkjudýrsins bogfrymils

Kettir eru einu þekktu endahýslar bogfrymils. Egg bogfrymils berast með kattarsaur í jarðvegi, vatni og á plöntum í í millihýsla í náttúrunni eins og nagdýr og fugla. Smit getur borist í sauðfé og kýr og önnur stærri dýr gegnum saurmengað hey og fóður. Smit getur borist á milli millihýsla. Þegar egg eru komin í millihýsil þá umbreytast eggin og mynda blöðrur í tauga- og vöðvavef millihýslanna. Smit berst í ketti þegar þeir éta sýktan millihýsil.

Heimildir

breyta