Robert "Bob" Starr var bandarískur körfuknattleiksþjálfari og umboðsmaður sem stóð fyrir komu margra af fyrstu bandarísku körfuknattleiksmönnunum sem spiluðu á Íslandi undir lok áttunda áratugarins og byrjun þess níunda.[1]

Bob Starr
Upplýsingar
Fullt nafn Robert Starr
Fæðingardagur s.1950
Fæðingarstaður    Bandaríkin
Þjálfaraferill
1979-1980
1979-1980
1980
Ármann
Fram
Skallagrímur (aðst.þj.)


Æska breyta

Starr ólst upp í Houston í Bandaríkjunum.[2]

Þjálfaraferill breyta

Árið 1979 var Starr ráðinn þjálfari Ármanns sem þá var í næst efstu deild. Þrátt fyrir mikið brotthvarf af lykilmönnum[3] þá stýrði hann liði Ármanns til sigurs í deildinni og kom þeim aftur í Úrvalsdeild.[4] Samhliða þjálfun Ármanns, þá tók Starr tímabundið við Fram í Úrvalsdeild karla í desember 1979, eftir að John Johnson hvarf á braut.[5] Hann stýrði liðinu fram í janúar 1980.[6] Hann stýrði Ármanni áfram í Úrvalsdeildinni í byrjun 1980-81 tímabilsins.[4] Eftir brösuga byrjun þá var Starr rekinn um miðjan nóvember.[7] Í kjölfarið aðstoðaði hann Ívar DeCarsta Webster, spilandi þjálfara Skallagríms, í nokkrum leikjum.[8] Í kjölfar veru sinnar á Íslandi hélt Starr til Danmerkur[9] áður en hann hélt áfram þjálfaraferli sínum í bandaríkjunum.[10]

Titlar breyta

Heimildir breyta

  1. Guðjón Arngrímsson (21. september 1979). „Að selja fólk“. Helgarpósturinn. Sótt 6. júní 2019.
  2. Dick Harmon (13. júní 1982). „The "Starr of the show" waits for new curtain call“. The Daily Herald. Sótt 28. janúar 2020.
  3. Gylfi Kristjánsson (18. september 1979). „Ármenningar í vandræðum“. Vísir. Sótt 6. júní 2019.
  4. 4,0 4,1 Gylfi Kristjánsson (29. október 1980). "Starrinn" er kominn“. Vísir. Sótt 6. júní 2019.
  5. „Bob Starr til Fram“. Tíminn. 8. desember 1979. Sótt 6. júní 2019.
  6. „Bob Starr hættur hjá Fram“. Tíminn. 21. janúar 1980. Sótt 6. júní 2019.
  7. „Bob Starr rekinn“. Tíminn. 19. nóvember 1980. Sótt 6. júní 2019.
  8. „Starr í sviðsljósinu í Borgarnesi“. Vísir. 24. nóvember 1980. Sótt 6. júní 2019.
  9. "Starrinn" sækir Dani heim“. Vísir. 5. maí 1981. Sótt 6. júní 2019.
  10. T.R. Dowell (7. mars 1984). „Youngsters, pros alike heed court 'Starr'. The Salt Lake Tribune. Sótt 28. júní 2020.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.