Bob Starr
Robert "Bob" Starr var bandarískur körfuknattleiksþjálfari og umboðsmaður sem stóð fyrir komu margra af fyrstu bandarísku körfuknattleiksmönnunum sem spiluðu á Íslandi undir lok áttunda áratugarins og byrjun þess níunda.[1]
Bob Starr | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Robert Starr | |
Fæðingardagur | s.1950 | |
Fæðingarstaður | Bandaríkin | |
Þjálfaraferill | ||
1979-1980 1979-1980 1980 |
Ármann Fram Skallagrímur (aðst.þj.) | |
|
Æska
breytaStarr ólst upp í Houston í Bandaríkjunum.[2]
Þjálfaraferill
breytaÁrið 1979 var Starr ráðinn þjálfari Ármanns sem þá var í næst efstu deild. Þrátt fyrir mikið brotthvarf af lykilmönnum[3] þá stýrði hann liði Ármanns til sigurs í deildinni og kom þeim aftur í Úrvalsdeild.[4] Samhliða þjálfun Ármanns, þá tók Starr tímabundið við Fram í Úrvalsdeild karla í desember 1979, eftir að John Johnson hvarf á braut.[5] Hann stýrði liðinu fram í janúar 1980.[6] Hann stýrði Ármanni áfram í Úrvalsdeildinni í byrjun 1980-81 tímabilsins.[4] Eftir brösuga byrjun þá var Starr rekinn um miðjan nóvember.[7] Í kjölfarið aðstoðaði hann Ívar DeCarsta Webster, spilandi þjálfara Skallagríms, í nokkrum leikjum.[8] Í kjölfar veru sinnar á Íslandi hélt Starr til Danmerkur[9] áður en hann hélt áfram þjálfaraferli sínum í bandaríkjunum.[10]
Titlar
breyta- 1. deild karla: 1980
Heimildir
breyta- ↑ Guðjón Arngrímsson (21. september 1979). „Að selja fólk“. Helgarpósturinn. Sótt 6. júní 2019.
- ↑ Dick Harmon (13. júní 1982). „The "Starr of the show" waits for new curtain call“. The Daily Herald. Sótt 28. janúar 2020.
- ↑ Gylfi Kristjánsson (18. september 1979). „Ármenningar í vandræðum“. Vísir. Sótt 6. júní 2019.
- ↑ 4,0 4,1 Gylfi Kristjánsson (29. október 1980). „"Starrinn" er kominn“. Vísir. Sótt 6. júní 2019.
- ↑ „Bob Starr til Fram“. Tíminn. 8. desember 1979. Sótt 6. júní 2019.
- ↑ „Bob Starr hættur hjá Fram“. Tíminn. 21. janúar 1980. Sótt 6. júní 2019.
- ↑ „Bob Starr rekinn“. Tíminn. 19. nóvember 1980. Sótt 6. júní 2019.
- ↑ „Starr í sviðsljósinu í Borgarnesi“. Vísir. 24. nóvember 1980. Sótt 6. júní 2019.
- ↑ „"Starrinn" sækir Dani heim“. Vísir. 5. maí 1981. Sótt 6. júní 2019.
- ↑ T.R. Dowell (7. mars 1984). „Youngsters, pros alike heed court 'Starr'“. The Salt Lake Tribune. Sótt 28. júní 2020.