Blettaveiki (fræðiheiti: Alternaria solani) er asksveppur sem veldur sýkingu í tómötum og kartöflum. Hún veldur því að dökkleit sár myndast á grösunum sem stækka og verða svartir dauðir blettir sem enda með því að drepa jurtina.

Blettaveikir
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Dothideomycetes
Undirflokkur: Pleosporomycetidae
Ættbálkur: Múrgróungsbálkur (Pleosporales)
Ætt: Múrgróungsætt (Pleosporaceae)
Ættkvísl: Alternaria
Tegund:
A. solani

Tvínefni
Alternaria solani
Sorauer, (1896)
Samheiti

Alternaria allii Nolla, (1927)
Alternaria porri f.sp. solani Neerg., (1945)
Alternaria solani (Ellis & G. Martin) L.R. Jones & Grout, (1896)
Macrosporium solani Ellis & G. Martin, (1882)

Hægt er að vinna gegn þessum sjúkdómi með sveppaeitri, með því að gæta að nægum loftskiptum í garðinum, skiptiræktun, þannig að jurtir af náttskuggaætt eru aðeins ræktaðar þrjú ár í röð á sama stað og með því að velja blettaveikiþolin afbrigði.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.