Blanda er safadrykkur sem var framleiddur á Selfossi í Mjólkurbúi Flóamanna[1] á árunum 1983 til 2010. Vörumerkið er í eigu Mjólkursamsölunnar.[2] Drykkurinn var framleiddur með nokkrum bragðefnum, svo sem appelsínu og epla. Blanda með appelsínubragði var vinsæll. Svo hvarf Blanda. Enn þann dag í dag poppa reglulega upp hópar af fólki sem saknar Blöndu, og var meira að segja blásið til undirskriftasöfnunar í fyrra til að fá Blöndu aftur.

Heimildir breyta

  1. „Ölgerðin kaupir Frissa fríska og Blöndu“. www.vb.is.
  2. „BLANDA | Hugverkastofan“. www.hugverk.is.