Mjólkurbú Flóamanna

Mjólkurbú Flóamanna var mjólkurbú, mjólkursamlag og mjólkurvinnslufyrirtæki á Selfossi. Það var formlega stofnað 10. desember 1927 en tók til starfa 5. desember 1929. Árið 2005 sameinaðust Mjólkursamsalan og Mjólkurbú Flóamanna og ári seinna sameinuðust flestir mjólkurframleiðendur á Íslandi í félag sem árið 2007 var nefnt Auðhumla svf. Félagssvæðið var frá Lómagnúp og vestur á Selvogsheiði. Hvati að mjólkurbússtofnunin kom vegna Flóaáveitunnar en á aðalfundi hennar 1927 var samþykkt að mæla með stofnun mjólkurbúss og skipuð nefnd til undirbúnings. Árið 1927 voru sett lög á Alþingi sem heimiluðu að ríkissjóður greiddi fjórðung af stofnkostnaði mjólkurbúa og eftir þá lagasetningu voru stofnuð mjólkurbú víða um land, þar á meðal Mjólkurbú Flóamanna. Mjólkurbúin voru arftakar rjómabúa sem höfðu starfað frá aldamótum 1900 en rjómabúin unnu eingöngu smjör úr rjóma. Mjólkurbúin tóku hins vegar við nýmjólk beint frá bændum og breyttu í rjóma, smjör, osta, skyr og aðrar vörur. Ákveðið var að reisa mjólkurbúið á Selfossi vegna þess hve vel sá staður lá við flutningum.[1]

Í maí 2005 sameinuðust Mjólkursamsalan í Reykjavík og Mjólkurbú Flóamanna í eitt félag undir nafninu MS sfv. Félagið MS/Auðhumla svf. var stofnað árið 2006 sem félag framleiðenda sem nær yfir mestallt landið. Það skiptist í staðbundnar félagsdeildir og kjósa fulltrúar þeirra stjórn og varastjórn félagsins. Nafni félagsins var árið 2007 breytt í Auðhumla svf.[2]

Á Selfossi er nú matsölustaður (mathöll) í húsi sem er eftirlíking af því húsi sem Mjólkurbú Flóamanna var í.

Tilvísanir

breyta
  1. Mjólkurbú Flóamanna 50 ára (viðtal við Grétar Símonarson), Tíminn - 291. Tölublað (30.12.1979)
  2. Saga Auðhumlu