Blýtarga (fræðiheiti: Lecanora rupicola) er hrúðurfléttutegund af törguætt. Hún er algeng á Íslandi á landinu norðanverðu frá Vestfjörðum yfir á Austfirði.[1]

Blýtarga
Blýtarga á grjóti.
Blýtarga á grjóti.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Diskfléttur (Lecanoromycetes)
Ættbálkur: Diskfléttubálkur (Lecanorales)
Ætt: Törguætt (Lecanoraceae)
Ættkvísl: Törgur (Lecanora)
Tegund:
Blýtarga (L. rupicola)

Tvínefni
Lecanora rupicola
(L.) Zahlbr. (1928)
Samheiti
  • Lichen rupicola L. (1767)
  • Verrucaria rupicola (L.) Humb. (1793)
  • Glaucomaria rupicola (L.) M.Choisy
  • Patellaria rupicola (L.) Trevis. (1851)

Útlit

breyta

Blýtarga hefur hrúðurkennt, reitaskipt þal þar sem reitirnir eru 0,3-2 mm í þvermál. Efra borð fléttunnar er grátt, slétt og með matta áferð. Forþalið er grásvart. askhirslurnar eru oft til staðar. Þær hafa hvíta þalrönd blýgráar að lit og þaðan fær fléttan nafnið sitt.[1]

Gró blýtörgu eru átta í hverjum aski, glær, einhólfa, egglaga eða sporöskjulaga, 10-13 x 5-7 μm að stærð.[1]

Efnafræði

breyta

Blýtarga inniheldur þekktu fléttuefnin atranórin, roccellinsýru og thiófaninsýru.[1] Þalsvörunin er K+ gul en verður svo rauðgul, C+ gul sem verður svo rauðgul, KC- og P+ ljósgul.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8