Blóðvatnslækning
Blóðvatnslækning felst í því að nota blóðvatn sem inniheldur mótefni til að flytja ónæmi milli fólks eða dýra.
Barnaveiki var áður læknuð með því að hestar voru smitaðir af veikinni. Þeir sýkjast ekki en mynda mótefni gegn bakteríunum. Svo var dýrunum tekið blóð og úr því unnið blóðvatn eða sermi (blóðvökvi, sem storknunarefni höfðu verið fjarlægð úr) með mótefni, sem svo var dælt í æð sjúklinga. Nú hefur þessi blóðvatnslækning, sem raunar var beitt gegn fleiri sjúkdómum, þokað fyrir bólusetningu og sýklalyfjum.
Heimildir
breyta- Örnólfur Thorlacius (2002). Lífeðlisfræði, kennslubók handa framhaldsskólum