Blástjarna (fræðiheiti: Lomatogonium rotatum) er einær jurt af maríuvandarætt sem ber ljósblá blóm. Blástjarnan vex í deiglendi, einkum til heiða.

Blástjarna
Blástjarna
Blástjarna
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Gentianales
Ætt: Maríuvandarætt (Gentianaceae)
Ættkvísl: Lomatogonium
A.Braun
Tegund:
Blástjarna

Tvínefni
Lomatogonium rotatum

Lýsing breyta

Krónan er fimmdeild, um 9 til 15 millimetrar í þvermál. Bikarinn er klofinn og er með fimm mjóum flipum sem eru álíka langir og krónublöðin. Þá eru fræflarnir 5 talsins en frævan stór og bláleit.

Stöngull blástjörnu er dökkfjólublár og hárlaus. Jurtin öll nær 8 til 18 sentímetra hæð og vex í grónu landi, s.s. á áreyrum.

Tilvísanir breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.