65°30′09″N 24°31′55″V / 65.50250°N 24.53194°V / 65.50250; -24.53194

Bjargtangar - Vestfirðir-Barðastrandarsýsla.
Bjargtangar.

Bjargtangar er vestasti tangi Íslands og ysti oddi Látrabjargs. Á Bjargtöngum eru viti og sjálfvirk veðurathugunarstöð frá Siglingastofnun og er akfær vegur þangað. Bjargtangar eru vestasti oddi Íslands og stundum er sagt að þeir séu vestasti oddi Evrópu, en í raun liggur Flores á Asóreyjum töluvert vestar. Út af Bjargtöngum er Látraröst, ein mesta og illræmdasta sjávarröst við Ísland, enda hættuleg í miklum veðrum. Fiskigengd er þar mikil og eftirsótt mið.

Bjargtangaviti er 5,6 metra hár steinsteyptur brúarlaga viti á Látrabjargi á Vestfjörðum. Hann var reistur árið 1948 eftir teikningu Axels Sveinssonar og Einars Stefánssonar. Upphaflega var hann steinaður með ljósu kvarsi en hefur síðan verið málaður. Fyrri Bjargtangavitinn, sem hafði staðið þar frá 1913, var fluttur og varð Hvaleyrarviti. Hann sést mjög langt að, enda stendur hann í 60 metra hæð yfir sjávarmáli. Ljóseinkenni hans er Fl(3)W 15s (3 hvít blikkljós á 15 sekúndna fresti).