Berserkjagata liggur suðaustur frá bænum í Bjarnarhöfn í gegn um Berserkjahraun. Segir í Heiðarvíga sögu, að hún sé rudd af berserkjunum Halli og Leikni fyrir Styr og segja fræðimenn að sjá megi nokkuð glögglega dys, sem í hafa fundist mannabein tveggja þrekvaxinna karla þar hjá sem hlaðinn er garður meðfram götunni í Berserkjahrauni. Aðrir fræðimenn telja götuna hafa verið rudda af nauðsyn á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og að hún og hraunið séu kennd við fjórar gróðurlausar vikurkúlur og gjallgíga sem gnæfa yfir hraunið og hafi þeir sökum gróðurleysis verið nefndir Berserkir.

Heimildir

breyta
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.