Bera Nordal

íslenskur listfræðingur og safnstjóri

Bera Nordal (f. 25. september 1954) er íslenskur listfræðingur og safnstjóri. Foreldrar hennar eru Jóhannes Nordal, fyrrum seðlabankastjóri og Dóra Guðjónsdóttir Nordal píanóleikari.

Bera gengdi stöðu forstöðumanns Listasafns Íslands á árunum 1987-1997[1], þá Listasafns Malmö 1997-2002[2] og tók við forstöðu í Norræna vatnslitasafninu í Skärhamn í Svíþjóð árið 2002, þar sem hún starfar nú.[3]

Tilvísanir breyta

  1. ABS (júlí 1987). „Bera Nordal ráðin forstöðumaður Listasafns“. Tíminn.
  2. „Bera Nordal tekur við Malmö Kunsthallen í vor“. www.mbl.is. Sótt 1. apríl 2021.
  3. „Möguleikarnir eru óendanlegir“. www.mbl.is. Sótt 1. apríl 2021.