Ben Ainslie
Ben Ainslie (f. 5. febrúar 1977) er breskur siglingamaður. Hann náði verðlaunasæti fimm sinnum í röð á Ólympíuleikunum þar af fjórum sinnum fyrsta sæti. Hann er þar með sá fyrsti sem hefur unnið til verðlauna í siglingum á fimm Ólympíuleikum, sá þriðji sem unnið hefur fimm verðlaun í siglingum á leikunum (á eftir Torben Grael og Robert Scheidt) og annar til að vinna fjögur gullverðlaun (á eftir Paul Elvstrøm).
Hann varð heimsmeistari á Laser Radial árið 1993 og síðan tvisvar í röð á Laser Standard, 1998 og 1999. Frá 2002 hefur hann fjórum sinnum orðið heimsmeistari á Finn. Á Ólympíuleikunum 1996 varð hann í öðru sæti á Laser Standard en hampaði gullinu árið 2000. Á Ólympíuleikunum 2004 keppti hann á Finn og sigraði þann flokk í það og næstu þrjú skipti.
Í 34. útgáfu Ameríkubikarsins var hann ráðinn sem taktíker hjá áskorandanum, Team New Zealand, sem töpuðu fyrir verjandanum, Oracle Team USA. Hann er skipstjóri breska liðsins frá Royal Cornwall Yacht Club sem stefnir á að vinna réttinn til að skora á Golden Gate Yacht Club í 35. keppninni sem verður haldin árið 2017.