Barentseyja
Barentseyja (norska: Barentsøya) er fjórða stærsta eyjan á Svalbarða og er nefnd eftir Hollendingnum Willem Barentsz sem einna fyrstur kom til Svalbarða í síðari tíð. Barentsz kom þó raunar aldrei sjálfur á eynna né einu sinni sá hana heldur þótti einfaldlega viðeigandi að nefna eitthvað beint eftir honum á svæðinu.[1]
Eyjan liggur á milli Spitzbergen og Eyju Tómasar Edge og er að mestu þakin jöklum.
Flatarmál eyjarinnar er 1 288 km².[2]
Eyjan hefur því sem næst ferkantað kassalaga form og er álíka löng og hún er breið eða um 50 km.[1] Hæsti punktur eyjarinnar er í 397 metra hæð.
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Barr, Susan (6. júlí 2021). „Barentsøya“. Store norske leksikon (norskt bókmál). Sótt 13. ágúst 2022.
- ↑ „Barentsøya“. Polar place names (enska). Norsk polarinstitutt. Sótt 10. ágúst 2022.
Þessi landafræðigrein sem tengist Noregi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.