Barýt eða barít (Þungspat) (BaSO4) er steind úr barínsúlfati. Það tilheyrir fáskipuðum baríthópi steinda og er nafnið dregið af efnasamsetningunni og þyngdinni. Nafnið barít er dregið af gríska orðinu barus (þungt).

Barýtkristallar í Dólómíti

Lýsing

breyta

Flatir og blaðlaga kristallar. Hvítt eða gráleitt, hálfgegnsætt. Eðlisþyngdin er aðaleinkenni baríts.

  • Efnasamsetning: BaSO4
  • Kristalgerð: rombísk
  • Harka: 3-3½
  • Eðlisþyngd: 4,5
  • Kleyfni: góð á einn veg

Útbreiðsla

breyta

Myndast úr kvikuvessum, í grennd við djúpbergsinnskot. Fágætt, stærð kristala 3-5 cm. Á Íslandi hefur barít fundist við megineldstöðvar á Austfjörðum. Barít finnst oft í blý-sink æðum í kalksteini, í útfellingum á hverasvæðum og í hematítmálmgrýti. Barít finnst oft með steindunum anglesíti og selestíti.

Notkun

breyta

Barít er t.d. notað í málningar- og pappírsframleiðslu. Barít er megin uppspretta baríns.

Heimild

breyta
  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2