Bangor (Wales)
Bangor er borg og sveitarfélag í Gwynedd í norðvesturhluta Wales. Hún er elsta borg Wales og ein fámennasta borg Bretlands. Hún var sögulega hluti af sýslunni Caernarfonshire og er ein af sex borgum í Wales.
Íbúar Bangor voru 18.808 manns árið 2011, en þar af voru 10.500 manns nemendur þar sem háskóli er í borginni. Árið 2001 töluðu 46,6% íbúa sem ekki eru nemendur velsku.
Sögu borgarinnar má rekja til 6. aldar þegar dómkirkja var reist þar. Sóknin er ein sú elsta á Bretlandi, þó dómirkjunni sjálfri hafi verið breytt nokkrum sinnum í gegnum tímann.
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Bangor, Gwynedd“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. apríl 2019.