Bakpoki
Bakpoki er poki sem borinn er á bakinu með tveimur ólum sem festar eru um axlirnar. Bakpokar er notaðir frekar en handtöskur til að bera þunga hluti. Bakpokar eru til í mismunandi stærðum og eru notaðir ýmist sem skólatöskur, á ferðalögum og í íþróttum. Nútímabakpokar eru með flóknum burðarkerfum sem eru þróuð með vísindalegum aðferðum þannig að þyngdin sé jafndreifð og að bakpokinn sé þægilegur í notkun. Bakpokar eru úr ýmsum efnum, yfirleitt úr tilbúnum trefjum eins og næloni en stundum úr bómull og öðrum náttúrulegum trefjum. Þá er vatnshelt efni eins og vax stundum borið á yfirborðið til að halda innihaldinu þurru.
Bakpokar eru yfirleitt með nokkrum vösum og hólfum til að geyma smærri hluti. Þessum vösum eru yfirleitt lokað með rennilásum. Sumir bakpokar eru með földum vösum til að geyma verðmæti eins og farsíma eða vegabréf. Það geta verið nokkur hólf inni í bakpokanum sem eru ætluð til að geyma sérstaka hluti, til dæmis fartölvur. Bakpokar sem ætlaðir eru til íþrótta eru stundum með innbyggðri vatnsflösku og röri fyrir notkun á gönguferðum. Hægt er að stilla ólarnar á flestum bakpökum svo að bæði fullorðnir og börn geti notað þá á þægilegan hátt.