Taska er ílát, yfirleitt með handföngum eða ólum, sem notuð er til að bera hluti. Töskur eru yfirleitt gerðar úr vefnaði, leðri eða svipuðu efni. Til eru ýmiss konar töskur, til dæmis handtöskur, skjalatöskur, ferðatöskur og tölvutöskur. Handtöskur eru oftast úr sveigjanlegu efni þar sem skjalatöskur eru venjulega gerðar úr hörðu efni sem er þá þakið vefnaði eða leðri. Ferðatöskur geta annað hvort verið harðar eða mjúkar, og eru í dag oft með hjólum auk handfanga, sem auðveldar manni að bera þær.

Taska sem er borin á öxlunum

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.