Bab-el-Mandeb
Bab-el-Mandeb (sem merkir Sorgarhlið og er stundum kallað Tárahlið [1]) er sund fyrir mynni Rauðahafs og skilur það af frá Adenflóa. Sundið, sem er á milli Jemens og Djibútí, er 25 km breitt og hefur reynst hættulegt vegna strauma. Eldfjallaeyjan Perimey er þar skammt undan landi, Arabíumegin.