BASIC
(Endurbeint frá BASIC (forritunarmál))
BASIC (Beginner's All-purpose Symbolic Instruction Code) er samansett af nokkrum forritunarmálum af þriðju kynslóðar gerð. Það var fundið upp árið 1964 af John George Kemeny og Thomas Eugene Kurtz í Darthmouth-háskóla. Það var hannað fyrir nemendur sem ekki voru í vísindaáföngum til að nota tölvur. Eina leiðin til að nota tölvur á þessum tíma var að skrifa forritin sjálfur, sem aðeins vísindamenn og stærðfræðingar voru tilbúnir að gera. Forritunarmálið varð fyrst vinsælt á 9. áratugnum með tilkomu heimilistölvunnar og eru nokkur stór forritunarmál sem eru notuð í dag byggð á því.