A-hlið og B-hlið

(Endurbeint frá B-hlið)

A-hlið og B-hlið eru tvær hliðar hljómplatna og kassetta. A-hliðin er yfirleitt aðalupptakan sem listamaðurinn, framleiðandinn, eða útgefandinn vill leggja mestu áhersluna á og auglýsa mest. B-hliðin, þekkt sem „bakhliðin“, er talin vera minna mikilvæg. Þó hafa sumar B-hliðar orðið eins vinsælar, eða jafnvel vinsælli heldur en A-hliðarnar.

A-side
B-side
A-hlið og B-hlið (Victor 17929-A og 17929-B)

Þetta hugtak var víða notað áður en stafrænar upptökur urðu algengar. Sumir flytjendur og útgefendur nota þetta hugtak enn til að lýsa verki sínu, þar sem B-hliðin er t.d. stundum kölluð „bónuslag“ eða „aukaefni“.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. Plasketes, George (28. janúar 2013). B-Sides, Undercurrents and Overtones: Peripheries to Popular in Music, 1960 to the Present. Ashgate Publishing.
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.