Burkini (blanda af orðunum bikini og búrka) er sundfatnaður ætlaður múslimakonum. Búningurinn var hannaður í Ástralíu árið 2011 og er hugmyndin að hylja líkama kvenna nema hendur, neðri part fóta og andlit.

Kona í burkini.

Búningurinn er umdeildur og árið 2016 bannaði borgarstjóri Cannes hann. 26 aðrar franskar borgir hafa fylgt ákvörðun borgarstjórans og hófu að sekta konur í burkini.

Mannréttindasamtök og samtök á móti islamofóbíu hafa gagnrýnt bannið og segja það brot á frönskum lögum. Borgarstjórar hafa sagt að bannið sé til að gæta almannahagsmuna og fylgi veraldlegum reglum. Manuel Valls forsætisráðherra studdi borgarstjórana. Kannanir sýndu að 64% Frakka eru fylgjandi banninu og 30% hafa ekki skoðun. [1]

Tilvísanir

breyta
  1. France 'burkini ban': Court to decide on beach fines BBC. Skoðað 25. ágúst 2016.