Búrfjöll
Búrfjöll eru fjallgarður úr móbergi sem liggur norðaustur af Langjökli á milli Hundavatna og Seyðisárdranga í nokkurs konar framhaldi af Þjófadalafjöllum, en milli þeirra er Djöflasandur. Hæsti tindur Búrfjalla er 966 metrar yfir sjávarmáli.
Búrfjöll | |
---|---|
Hæð | 966 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Húnabyggð |
Hnit | 64°57′45″N 19°44′49″V / 64.9625°N 19.7469°V |
breyta upplýsingum |
Árið 1973 fórst í Búrfjöllum flugvélin Vor með öllum farþegum.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.