Bótúlíneitur
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Bótúlíneitur eða botox er eitt eitraðasta líffræðilega efni veraldar [1]. Það aftrar losun acetýlkólíns sem er aðaltaugaboðefni við mót tauga og vöðva [1]. Þetta leiðir til lömunar sem getur valdið öndunarörðugleikum og jafnvel dauða. Það er framleitt af bakteríunum Clostridium botulinum og stundum Clostridium butyricum og Clostridium baratii [2]. Þessar bakteríur geta myndað eitrið í fæðu, þörmum ungabarna og sárum [2].
Til eru 8 gerðir eitursins, A-H [3] en 4 þeirra (A,B,E og sjaldan F) geta valdið eitrun hjá mönnum [4].
Læknisfræðileg not
breytaMannfólkið nýtir sér eitrið til að lama vöðva í a.m.k. eftirfarandi læknisfræðilegum tilgangi [5]:
- Lýtahúðlæknisfræðilegum. Hér eru notin aðallega gegn hrukkum og húðfellingum [5]
- Stórum kjálkavöðvum sem geta valdið gnísti eða verk í kjálkaliðum [5]
- Mígreni
- Óhóflegri svitamyndun [5]
- vöðvakrömpum hjá börnum ef ekki vegna meðfæddrar heilalömunnar
- vöðvakrömpum ganglima hjá fullorðnum
- ofvirkri þvagblöðru
- þvagleka vegna taugaboða
- hvarmakrampa
- truflaðri vöðvaspennu í hálsi
- rangeygðu
- viðvarandi ofurslefi
Framkvæmd læknisfræðilegra meðferða
breytaÍ læknisfræði er mest notuð A-gerð eitursins. Af þeirri gerð eru til 3 undirgerðir [6]:
- onabotulinumtoxinA
- abobotulinumtoxinA
- incobotulinumtoxinA
Vegna mismunandi klínískra þátta (m.a. lengd verkunar, skammta og virkni) eru ólíkar undirgerðir typu A ekki innbyrðis skiptanlegar [7]. Þetta er tilkomið vegna mismunandi samsetninga, framleiðsluferla og virknimælinga sem leiða til mismunandi styrkleika eininga og skammtaviðbragðsferla [7].
Virkni í læknisfræðilegum tilgangi
breytaAlgeng virkni af onabotulinumtoxinA í fegrunarskyni er 3-4 mánuðir [5] á meðan vænta má 6-7 mánaða virkni við óhóflegri svitamyndun [8].
Tengill
breytaVísindavefurinn - Hvað getið þið sagt mér um bótúlín og bótox?
- ↑ 1,0 1,1 Nigam, P. K.; Nigam, Anjana (1. janúar 2010). „Botulinum toxin“. Indian Journal of Dermatology (enska). 55 (1): 8. doi:10.4103/0019-5154.60343. ISSN 0019-5154. PMID 20418969.
- ↑ 2,0 2,1 Nigam, PK; Nigam, Anjana (2010). „Botulinum toxin“. Indian Journal of Dermatology (enska). 55 (1): 8. doi:10.4103/0019-5154.60343. ISSN 0019-5154.
- ↑ „Botulinum Toxin (Botulism)“. Johns Hopkins Center for Health Security (enska). Sótt 2. nóvember 2022.
- ↑ „Botulism“. www.who.int (enska). Sótt 2. nóvember 2022.
- ↑ 5,0 5,1 5,2 5,3 5,4 „Hrukkubani“. Útlitslækning. Sótt 2. nóvember 2022.
- ↑ Gart, Michael S.; Gutowski, Karol A. (2016-07). „Overview of Botulinum Toxins for Aesthetic Uses“. Clinics in Plastic Surgery. 43 (3): 459–471. doi:10.1016/j.cps.2016.03.003. ISSN 1558-0504. PMID 27363760.
- ↑ 7,0 7,1 Brin, Mitchell; Maltman, John; James, Charmaine (2014-10). „Botulinum toxin type A products are not interchangeable: a review of the evidence“. Biologics: Targets and Therapy (enska). 8: 227. doi:10.2147/BTT.S65603. ISSN 1177-5491.
- ↑ „Botox injection for hyperhidrosis“. Brighton and Sussex University Hospitals NHS Trust (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 2. nóvember 2022. Sótt 2. nóvember 2022.